Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 6

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2019, fimmtudaginn 21. nóvember, var haldinn 6. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.03. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Fundinn sátu einnig Aðalbjörg Traustadóttir, Ágúst Már Gröndal, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson . Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson

Þetta gerðist:

  1. Lögð eru fram drög, ódags., frá velferðarsviði, að reglum um stuðning við börn og barnafjölskyldur.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar starfsfólki velferðarsviðs fyrir kynninguna. Nefndin telur að nýtt regluverk sé mjög til bóta fyrir málaflokkinn og telur að sú notendamiðaða nálgun sem kemur fram í drögunum sé mikilvægt skref í rétta átt. 

    Katrín Þórdís Jacobsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Egill Þór Jónsson tekur sæti á fundinum kl. 13.07.

  2. Lögð er fram tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, dags. 10. okt. 2019,  um gerð aðgengismerkinga fyrir húsnæði á vegum borgarinnar.

    Aðgengis- og samráðsnefnd felur starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að óska eftir kynningu á aðgengismerkjakerfi frá starfsmanni byggingarfulltrúa inn á fund nefndarinnar.

    Fylgigögn

  3. Lögð er fram tillaga frá borgarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 3. sept. 2019, um táknmálstúlkun á fundum borgarstjórnar, sem send var aðgengis- og samráðsnefnd til umsagnar.

    Aðgengis- og samráðsnefnd felur formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að semja drög að umsögn um tillöguna sem lögð verða fram á fundi aðgengis- og samráðsnefndar.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um sundlaug í Úlfarsárdal.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar fyrir góða kynningu á hönnun á aðgengi í fyrirhugaðri sundlaug í Úlfarsárdal. Nefndin leggur áherslu á að aðgengi fyrir alla sé haft að leiðarljósi við hönnun allra bygginga. Nefndin telur að vel hafi tekist til í hönnun þessarar byggingar m.t.t. aðgengis.

    Heba Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 14.46 víkja Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson og Þorkell Heiðarsson af fundi.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um umsókn Sinnum ehf., dags. 5. júní 2019, um starfsleyfi.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks fer með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks annars vegar og notendaráðs fatlaðs fólks hins vegar. Unnið er að því að breyta samþykktum aðgengis og samráðsnefndar í þá veru að verkefni notendaráðs fatlaðs fólks séu hluti af skilgreindum verkefnum nefndarinnar. Þær umsagnir sem hér eru veittar á fundinum eru því veittar með þeim fyrirvara að notendaráðið sé hluti af samþykktum verkefnum aðgengis- og samráðsnefndar. 

    Notendaráð felur starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að senda Gæða- og eftirlitsstofnun frekari fyrirspurnir um umsóknir um starfsleyfi áður en ráðið tekur afstöðu til umsóknarinnar.

Fundi slitið klukkan 15:03

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_2111.pdf