Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 1. júní, var haldinn 59. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.04. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, Björgvin Björgvinsson og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Áslaug Inga Kristinsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson og Bryndís Snæbjörnsdóttir.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefni velferðarsviðs um vinnu og virkni fyrir fatlað fólk. MSS23050166
Sigurbjörn Rúnar Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um embætti aðgengisfulltrúa, sbr. 7. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs frá 11. maí 2023 .
Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga fulltrúa Flokks fólksins um málþing um mannréttindi fatlaðs fólks, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs.
Samþykkt að fela formanni að vinna breytingartillögu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um stöðu aðgerða í aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.
-
Fram fer umræða um fjarlægð frá P-stæði að aðalinngangi.
Samþykkt að fela starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að senda fyrirspurn til
innviðaráðuneytis og afla upplýsinga um ástæður þess að fjarlægðarregla varðandi bílastæði hreyfihamlaðra hafi verið tekin úr byggingarreglugerð 6.2.4.
Fundi slitið kl. 11:44
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir
Björgvin Björgvinsson Þorkell Sigurlaugsson
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Lilja Sveinsdóttir
Áslaug Inga Kristinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 1. júní 2023