Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 58

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 4. maí var 58. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Hlynur Þór Agnarsson, Hallgrímur Eymundsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir, Björgvin Björgvinsson og Lilja Sveinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð. 
 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um breytingar varðandi gjaldskyldu í bílastæðahúsum fyrir handhafa P-merkja. 

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks fagnar því að loks sé búið að finna bráðabirgðalausn til að gera handhöfum P-merkja kleift að leggja gjaldfrjálst í bílastæðahúsum á vegum borgarinnar . Nefndin vill koma því á framfæri að mikilvægt sé að upplýsingar sem koma fram á skiltunum séu sendar áfram á viðeigandi félagasamtök svo upplýsingarnar komist örugglega til handhafa kortanna. Þá sé mikilvægt að símanúmerið sé skýrt, textinn á auðlesnu máli og gott ef skiltið sé læsilegt með Navilens. Einnig er mikilvægt að varanleg lausn á þessu máli sé borin undir nefndina.

  Ebba Schram, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Rakel Elíasdóttir og Theódór Kjartansson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
   

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um umsókn Reykjavíkurborgar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og starf aðgengisfulltrúa. 

  Samþykkt að fela starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og formanni nefndarinnar falið að klára starfslýsingu fyrir aðgengisfulltrúa. 
  Samþykkt að vísa bókun nefndarinnar til borgarráðs til upplýsingar.

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks hyggst sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs sem ætlaður er til þess að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og skal að fullu nýttur til aðgengismála. Hluti styrksupphæðarinnar verður notaður til þess að ráða aðgengisfulltrúa til reynslu til eins árs, en stöðugildi aðgengisfulltrúa, sem kveðið er á um í aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar sem samþykkt var sl. vor, er forsenda þess að hægt sé að framfylgja aðgengisstefnunni, bæta aðgengi í borginni með skilvirkum hætti og nýta vel það fjármagn sem úthlutað er til aðgengismála. Þá er mikil þörf á því að borgin búi að þekkingu á aðgengismálum innanhúss og einstaklingur með þá þekkingu geti verið til taks þvert á svið borgarinnar svo auðveldara verði að hafa aðgengismál með í reikningnum frá byrjun í öllum þeim verkefnum sem hrint er af stað. Níunda grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði höfð til hliðsjónar við gerð starfslýsingar.
   

 3. Lagður fram úrskurður umboðsmanns Alþingis vegna gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks. 

  Samþykkt að vísa til meðferðar velferðarráðs úrskurði umboðsmanns Alþingis ásamt beiðni aðgengis- og samráðsnefndar um að gjaldskrá Reykjavíkurborgar verði endurskoðuð með það í huga að fatlað fólk greiði ekki umtalsvert meira fyrir að komast leiðar sinnar heldur en notendur almenningssamgangna líkt og lög um félagsþjónustu sveitarfélaga kveða á um, sbr. úrskurð umboðsmanns Alþingis.
   

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á lokunum í miðborg vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. 

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks gerir alvarlegar athugasemdir við það að áform um það hvernig koma skal til móts við fatlað fólk vegna lokana í miðborginni séu ekki tilbúin. Þetta skapar mikla óvissu fyrir íbúa og afar slæmt að nefndin geti hvorki spurt spurninga um málið né komið athugasemdum áleiðis.
   

Fundi slitið kl. 11.50

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Anna Kristín Jensdóttir Hanna Björk Kristinsdóttir

Unnur Þöll Benediktsdóttir Lilja Sveinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Hallgrímur Eymundsson

Hlynur Þór Agnarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 4. maí 2023