Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 56

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 16. mars var 56. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.06. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Áslaug Inga Kristinsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, Elísabet Pétursdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. mars 2023, sbr. samþykkt
    borgarstjórnar þann 3. janúar 2023, um að Elísabetar Guðrúnar Jónsdóttir taki sæti í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Rannveigar Ernudóttur. Rannveig tekur jafnframt sæti sem varamaður í stað Magnúsar Davíðs Norðdahl. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir er formaður nefndarinnar. MSS22060053

    Fylgigögn

  2.  Fram fer kynning á viðhaldsátaki á húsnæði leikskóla, grunnskóla og frístundar í Reykjavík. USK23020308.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynningu á viðhaldsátaki sem til stendur að fara í á húsnæði leikskóla, grunnskóla og frístundar í Reykjavík. Nefndin fagnar því að laga eigi aðgengi meðfram viðhaldsframkvæmdunum þar sem því er ábótavant og leggur áherslu á að það verði almennt gert þegar fara á í viðhaldsátök sem þessi sem og að fjármagn fyrir þeim framkvæmdum sé tryggt. Auk þess veltir nefndin upp þeim möguleika að í sumum tilvikum sé gamalt skólahúsnæði orðið það úrelt með tilliti til aðgengismála, mögulega sé of kostnaðarsamt að fara í úrbætur eða jafnvel ómögulegt sökum friðlýsingar. Þá væri hægt að selja húsnæðið eða nýta það í annað en skólahald. Að húsnæði sem uppfyllir aðgengiskröfur og breytta kennsluhætti nútímans sé tekið í notkun í staðinn, líkt og hefur verið gert í Danmörku.

    Rúnar Ingi Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
     

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf velferðarsviðs dags. 8. mars 2023, þar sem óskað er umsagnar á reglum velferðarsviðs um sérmerkt bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk á landi í eigu Reykjavíkurborgar. VEL23020070

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. september 2022, þar sem óskað er umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar um tillögu fulltrúa Flokks fólksins um aðgengisstefnu. Jafnframt eru lögð fram til samþykktar drög að umsögn aðgengis- og samráðsnefndar dags.15. mars 2023. MSS22090063
     

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram tilnefningar til Aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2022. 
    Trúnaður ríkir um þennan lið þar til eftir afhendingu viðurkenningarinnar sem fram fer þann 30. mars n.k. MSS23020080

  6. Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Hver leik- og grunnskóli fær úthlutað fjármagni til þjónustu vegna fatlaðra nemenda og svo er það í höndum skólastjórnenda að gera áætlun um hvernig þeim fjármunum er varið. Hvernig eru upphæðir vegna hvers nemanda áætlaðar? Þegar ekki fæst stuðningur fyrir nemanda sem þarf aðstoð, hvað verður um þá fjármuni sem voru áætlaðir til þjónustu við tiltekinn nemanda? Þarf skólinn að skila af sér skýrslu þar sem fram kemur hvaða þjónusta var veitt eftir að skólaárinu lýkur? MSS23030105 

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið kl.11.34

Björgvin Björgvinsson Ingólfur Már Magnússon

Hanna Björk Kristinsdóttir Áslaug Inga Kristinsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Hallgrímur Eymundsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. mars 2023