Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2023, fimmtudaginn 16. febrúar var 54. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.33. Fundinn sátu: Unnur Þöll Benediktsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Áslaug Inga Kristinsdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn Tómas Ingi Adolfsson, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að upplýsingaskjali um opnunartíma innisundlauga í Reykjavík til birtingar á ytri vef Reykjavíkurborgar, sbr. 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. febrúar 2023. MSS22120007
Samþykkt.- Kl. 09.35 tekur Þorkell Sigurlaugsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög, ódags., að tillögu aðgengis- og samráðsnefndar vegna breytinga á fyrirkomulagi varðandi akstursþjónustu fatlaðs fólks. MSS22120083
Samþykkt að drög að tillögunni verði unnin áfram með starfsfólki velferðarsviðs.
-
Fram fer kynning á innleiðingu aðgerðaráætlun í aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. MSS22010199
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022. MSS23020080
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember, vegna erindis aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 14. nóvember 2022, um takmarkað aðgengi að Waldorfsskólanum Sólstöfum, sbr. 1. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. febrúar 2023. MSS22110112
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags.15. febrúar 2023, um plakatið Þarft þú hjálp? MSS22010193
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:57
Unnur Þöll Benediktsdóttir Björgvin Björgvinsson
Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Þorkell Sigurlaugsson Rannveig Ernudóttir
Áslaug Inga Kristinsdóttir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. febrúar 2023