No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2019, fimmtudaginn 7. nóvember, var haldinn 5. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu: Björgvin Björgvinsson, Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Þorkell Heiðarsson. Fundinn sátu einnig Ágúst Már Gröndal, Styrmir Erlingsson, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um hljóðmerkjabúnað á gönguljósum í Reykjavík.
Grétar Þór Ævarsson og Nils Schwarzkopp taka sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 13.19 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs fyrir góða kynningu á stöðu mála er varða hljóðmerkjabúnað við gönguljós. Hljóðmerkjabúnaður við gönguljós er mikilvægur öryggisbúnaður og skiptir stóran hóp fólks miklu máli. Það er því brýnt að slíkur búnaður sé sem víðast og til staðar sé metnaðarfull áætlun um fjölgun umferðarljósa með slíkum búnaði. Nefndin hefur áhyggjur af því að sú áætlun sem er til staðar gangi of skammt í að koma þessum nauðsynlega búnaði í notkun. Þá leggur nefndin til að fræðsla um hljóðmerkjastýrð umferðarljós verði aukin og sérstaklega gagnvart þeim hópum sem mest þurfa á þessum búnaði að halda.
-
Lögð er fram tillaga mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að breyttri samþykkt aðgengis- og samráðsnefndar.
Samþykkt. -
.Lögð eru fram bréf frá Landssamtökunum Þroskahjálp, dags. 1.11.2019 og 6.11.2019, vegna breytinga á fulltrúum Þroskahjálpar í aðgengis- og samráðsnefnd.
Fylgigögn
-
Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., að útfærslu á sérklefa í Vesturbæjarlaug.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um íbúakosningar í tengslum við verkefnið Hverfið mitt.
Guðbjörg Lára Másdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis og samráðsnefnd þakkar starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu fyrir góða kynningu á verkefninu Hverfið mitt. Nefndin brýnir nauðsyn þess að verkefni sem farið er í á þessum vettvangi séu rýnd sérstaklega með tilliti til möguleika fatlaðs fólks til þess að komast að og nýta sér aðstöðu og hluti sem settir eru upp í tengslum við íbúakosningarnar.
- Kl. 14.15 víkja Alexandra Briem, Egill Þór Jónsson og Þorkell Heiðarsson af fundi.
-
Lögð eru fram svör Gæða- og eftirlitsstofnunar, dags. 31.10.2019 við fyrirspurn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25.10.2019, um meðferð starfsleyfisumsókna.
Fylgigögn
-
Lagt er fram yfirlit frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu yfir starfsleyfisumsóknir sem borist hafa til umsagnar notendaráðs.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðs fólks fer með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks annars vegar og notendaráðs fatlaðs fólks hins vegar. Unnið er að því að breyta samþykktum aðgengis og samráðsnefndar í þá veru að verkefni notendaráðs fatlaðs fólks séu hluti af skilgreindum verkefnum nefndarinnar. Þær umsagnir sem hér eru veittar á fundinum eru því veittar með þeim fyrirvara að notendaráðið sé hluti af samþykktum verkefnum aðgengis- og samráðsnefndar.
Notendaráðið samþykkir að veita Stefaníu Ólöfu Hafsteinsdóttur jákvæða umsögn að því gefnu að sakavottorð umsækjanda standist kröfur Gæða- og eftirlitsstofnunar.
Notendaráðið felur starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samráði við notendaráðið að senda Gæða- og eftirlitsstofnun frekari fyrirspurnir um veitingu starfsleyfa áður en ráðið tekur afstöðu til umsóknar Sinnum ehf. um starfsleyfi.