Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 45

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 15. september, var haldinn 45. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.08. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Áslaug Inga Kristinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir fulltrúar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Hlynur Þór Agnarsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Guðný Bára Jónsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, og Valgerður Jónsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Auðkennis á rafrænum skilríkjum. MSS22090069

    Haraldur Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu lausna á rafrænum aðgengismálum velferðarsviðs. MSS22090070

    Magnús Bergur Magnússon tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar dags. 1. september 2022 , um tillögu fjármála- og áhættustýringasviðs um að hætta að prenta út og senda greiðsluseðla á pappír. FAS22080009

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á gæðastýringu og algildri hönnun á vef Reykjavíkur. MSS22090071

    Ólafur Sólimann Helgason tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 1. september 2022, þar sem óskað er umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar um tillögu fulltrúa Flokks fólksins í mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði um aðgengismál fatlaðs fólks. MSS22060242

    Samþykkt að formaður aðgengis- og samráðsnefndar í samráði við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu geri drög að umsögn sem verður lögð fram á næsta fundi nefndarinnar.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á Stafrænu Íslandi. MSS22090078

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar fyrir kynningarnar á stafrænni þjónustu. Nefndin telur mikilvægt að unnar verði úrbætur sem gera fötluðu fólki kleift að nálgast sín persónulegu gögn á borð við upplýsingar í Heilsuveru, netbanka, mínum síðum Reykjavíkurborgar og Tryggingastofnunar og fleiri stöðum.  Aðgengis- og samráðsnefnd ítrekar að mikilvægt sé að leita lausnar á stafrænum aðgengishindrunum sem fyrst því þær eru brot á fullgildum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fatlað fólk er jaðarsettur hópur sem verður enn jaðarsettari í sífellt stafrænna samfélagi og sú þróun er með öllu óásættanleg. 

    Hrefna Lind Ásgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

Fundi slitið 11:57

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Þorkell Sigurlaugsson

Áslaug Inga Kristinsdóttir Ingólfur Már Magnússon

Unnur Þöll Benediktsdóttir Björgvin Björgvinsson