Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 43

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 18. ágúst, var haldinn 43. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 10:06. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Áslaug Inga Kristinsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Arne Friðrik Karlsson, Anna Kristinsdóttir, Guðný Bára Jónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lagt er fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2022, um kosningu borgarstjórnar í aðgengis- og samráðsnefnd. Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir er kosinn formaður nefndarinnar. MSS22060053

  Fylgigögn

 2. Lögð fram tilnefning Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks dags. 17. ágúst 2022, um að Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir taki sæti sem aðalfulltrúar. Hlynur Þór Agnarsson og Anna Kristín Jensdóttir sem varafulltrúar. MSS22070012

  Fylgigögn

 3. Lögð fram tilnefning NPA miðstöðvarinnar í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks dags. 16. ágúst 2022, um að  Hallgrímur Eymundsson taki sæti sem aðalfulltrúi. Rúnar Björn Herrera sem varafulltrúi. MSS22070012

  Fylgigögn

 4. Lögð fram tilnefning Landssamtakanna Þroskahjálp í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks dags. 17. ágúst 2022, um að Hanna Björk Kristinsdóttir og Björgvin Björgvinsson taki sæti sem aðalfulltrúar. Jónína Rósa Hjartardóttir sem varafulltrúi. MSS22070012

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um aðgengi að fundum nefndarinnar. MSS22080074

 6. Fram fer kynning á hlutverki aðgengis- og samráðsnefndar. MSS22080074

 7. Fram fer umræða um verkefnið Römpum upp Ísland. MSS22020088

Fundi slitið kl. 11:20

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir

Hanna Björk Kristinsdóttir Hallgrímur Eymundsson

Björgvin Björgvinsson Áslaug Inga Kristinsdóttir