Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 41

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn 41. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 13.10. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Margrét M. Norðdahl, Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson, Ingólfur Már Magnússon, Hallgrímur Eymundsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ágústa Rós Björnsdóttir, Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram erindi frá íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts, dags. 19. apríl 2022, varðandi aðgengismál við húsnæði eldri borgara í Hraunbæ. MSS22040141

    Erindið er samþykkt og vísað til starfsmanns umhverfis- og skipulagssviðs til úrvinnslu.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lögð eru fram drög, dags. 7. apríl 2022, að stefnu velferðarsviðs um velferðartækni. VEL2021120003

    Aðgengis- og samráðsnefnd felur starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að afgreiða umsögn nefndarinnar.
    Samþykkt.

  3. Fram fer umræða um aðgengismál í sundlaug og menningarmiðstöð í Úlfarsárdal. MSS22040220

Fundi slitið klukkan 14:43

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
41._fundargerd_adgengis-_og_samradsnefndar_fra_28._april_2022.pdf