Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2022, fimmtudaginn 7. apríl, var haldinn 40. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson og Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hallgrímur Eymundsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ágústa Rós Björnsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með rafrænum hætti: Bragi Bergsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á hönnun á Káratorgi. MSS22040060
Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, Edda Ívarsdóttir, Magnús Bjarklind og Rebekka Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
-
Lagt er fram erindi frá öryggisnefnd Ráðhúss Reykjavíkur, dags. 4. apríl 2022, varðandi aðgengi úr Tjarnarsal Ráðhússins. MSS22040056
Aðgengis- og samráðsnefnd óskar eftir því að fasteignastjóra og hönnuði Ráðhússins verði falið að finna viðunandi lausn á aðgengi úr Tjarnarsal í neyðartilfellum í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd og öryggisnefnd Ráðhússins.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengismál við félagsmiðstöð aldraðra í Árbæ. MSS22040059
Formanni nefndarinnar og starfsmanni umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið á milli funda.Samþykkt.
-
Fram fer umræða um aðgengismál í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. MSS22040057
-
Fram fer umræða um aðgengismál við gatnamót í póstnúmeri 110. MSS22040098
Starfsmanni aðgengis- og samráðsnefndar falið að senda erindi á samgöngustjóra vegna málsins.Samþykkt.
Fundi slitið klukkan 14:57
PDF útgáfa fundargerðar
40._fundargerd_adgengis-_og_samradsnefndar_fra_7._april_2022.pdf