Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 39

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2022, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn 39. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.03. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Bergþór G. Böðvarsson og Hlynur Þór Agnarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. mars 2022, varðandi aðgengi kjósenda í hjólastólum, ásamt fylgigögnum.

    Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nefndin þakkar starfsfólki frá skrifstofu borgarstjórnar og þjónustu- og nýsköpunarsviði fyrir að leita til nefndarinnar vegna aðgengis að kjörklefum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Nefndinni lýst vel á hugmynd B sem kynnt var nefndinni en auk þess verði boðið upp á að tjöld verði fyrir kjörklefum sem ætlaðir eru notendum hjólastóla á þeim stöðum þar sem ekki er unnt vegna aðstæðna að tryggja næði þeirra sem klefana nýta.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 23. desember 2021, varðandi heimildir Bílastæðasjóðs Reykjavíkur til gjaldtöku vegna notkunar handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða á bifreiðastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar. MSS21120287

    Frestað.

  3. Fram fer umræða um verkefni í aðgengismálum árið 2022. MSS22030136

  4. Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021. MSS22030137

Fundi slitið klukkan 14:33

PDF útgáfa fundargerðar
39._fundargerd_adgengis-_og_samradsnefndar_fra_17._mars_2022.pdf