Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2022, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn 39. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.03. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Bergþór G. Böðvarsson og Hlynur Þór Agnarsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson.
Þetta gerðist:
-
Lagt er fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 7. mars 2022, varðandi aðgengi kjósenda í hjólastólum, ásamt fylgigögnum.
Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Páll Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Nefndin þakkar starfsfólki frá skrifstofu borgarstjórnar og þjónustu- og nýsköpunarsviði fyrir að leita til nefndarinnar vegna aðgengis að kjörklefum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Nefndinni lýst vel á hugmynd B sem kynnt var nefndinni en auk þess verði boðið upp á að tjöld verði fyrir kjörklefum sem ætlaðir eru notendum hjólastóla á þeim stöðum þar sem ekki er unnt vegna aðstæðna að tryggja næði þeirra sem klefana nýta.
Fylgigögn
-
Lagt er fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 23. desember 2021, varðandi heimildir Bílastæðasjóðs Reykjavíkur til gjaldtöku vegna notkunar handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða á bifreiðastæðum í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar. MSS21120287
Frestað.
-
Fram fer umræða um verkefni í aðgengismálum árið 2022. MSS22030136
-
Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021. MSS22030137
Fundi slitið klukkan 14:33
PDF útgáfa fundargerðar
39._fundargerd_adgengis-_og_samradsnefndar_fra_17._mars_2022.pdf