Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 38

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021 mánudaginn 28. febrúar, var haldinn 38. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.20. Fundinn sátu: Björgvin Björgvinsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengismálum í Nauthólsvík. MSS22020243

    Heba Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 14.22 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

    -    Kl. 14.28 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.

    -    Kl. 14.30 tekur Bergþór G. Böðvarsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð er fram styrkbeiðni til Reykjavíkurborgar frá verkefninu Römpum upp Ísland, dags. 22. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS22020088

    Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir drög formanns og starfsmanns mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að umsögn um verkefnið.

  3. Fram fer umræða um hlutverk aðgengisfulltrúa.

    Guðjón Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lögð er fram umsögn aðgengis- og samráðsnefndar dags, 20. janúar 2022 um skýrslu um úttekt á undirgöngum Reykjavíkur dags. 29. nóvember 2021 tilv. R21100397. MSS22010284

    Aðgengis- og samráðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að klára umsögn hennar í samráði við nefndina.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lögð eru fram drög þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. febrúar 2022, að þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.

    Formanni nefndarinnar og starfsmanni hennar er falið að klára umsögn nefndarinnar í samráði við hana.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um aðgerðaáætlun með aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. MSS22010199

Fundi slitið klukkan 16:01

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
38._fundargerd_adgengis-_og_samradsnefndar_fra_28._februar_2022.pdf