Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2021, fimmtudaginn 2. desember, var haldinn 35. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.06 Fundinn sátu: Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson, Lilja Sveinsdóttir og Þórdís Pálsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Rannveig Ernudóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Ágústa Rós Björnsdóttir sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Guðný Bára Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs dags. 23. nóvember 2021, um drög að stefnu um byggingar fyrir skóla- og frístundastarf. R21100283.
Samþykkt að óska eftir frest til 16. desember nk., frá skóla- og frístundasviði til að skila umsögn um stefnuna.
- Kl. 13.10 tekur Bragi Bergsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168.
- Kl.13.26 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.
Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagðar fram skýrslur þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, dags 30. júní 2021 og ágúst 2021, um aðgengisúttekt á opnum leiksvæðum. R21110159.
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks leggur fram svohljóðandi bókun.
Skýrslunum er fagnað og starfi aðgengisfulltrúa Öryrkjabandalags Íslands í borginni sl. sumar. Samhliða er lögð áhersla á mikilvægi þess að upplýsa aðgengis og samráðsnefnd fatlaðs fólks og/eða eftir atvikum stofnanir borgarinnar um að slíkar úttektir séu fyrirhugaðar. Þannig væri hægt að gera úttektirnar markvissari og fá til samstarfs sérfræðinga innan borgarinnar. Nefndin mun senda skýrslurnar áfram til deild opinna svæða hjá Umhverfis- og skipulagssviði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fjármagn til aðgengismála 2021. R21020028.
- Kl. 14.59 víkja Þórdís Pálsdóttir, Þorkell Heiðarsson og Rannveig Ernudóttir aftengist fundinum með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð eru fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 29. september 2021 og 4. nóvember 2021, varðandi starfsleyfisumsóknir vegna þjónustu við fatlað fólk. Jafnframt er lagt fram svar Gæða- og eftirlitsstofnunar dags. 17. nóvember 2021, um starfsleyfisumsókn. R21020028.
Notendaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Í framhaldi af svari Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar gerir notendaráð ekki athugasemdir við fyrirliggjandi starfsleyfisumsóknir en huga mætti betur að ábyrgð fyrirtækja við ráðningu verktaka.
Fundi slitið klukkan 15:07
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0212.pdf