Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 34

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 4. nóvember, var haldinn 34. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Hlynur Þór Agnarsson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Arnaldur Sigurðarson, Bergþór G. Böðvarsson, Hallgrímur Eymundsson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ágústa Rós Björnsdóttir, Guðný Bára Jónsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir og Bragi Bergsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengismálum í deiliskipulagi fyrir Ártúnshöfða. R21110028

    Björn Guðbrandsson, Páll Gunnlaugsson, Sverrir Bollason og Þráinn Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    kl. 13.45 víkur Bergþór G. Böðvarsson af fundi.

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram erindi frá íþrótta- og tómstundasviði, dags. 26. október 2021, varðandi aðgengi að Laugardalshöll. R21100354

    Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir umsókn ÍTR en óskar jafnframt eftir því að útfærsla á aðgengi við Laugardalshöll verði kynnt nefndinni.
    Samþykkt. 

    Fulltrúi ÖBÍ, Ingólfur Már Magnússon, situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  3. Lagt er fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 21. október 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna þjónustu við fatlað fólk. R21020028.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 15:09

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0411.pdf