Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 32

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 7. október, var haldinn 32. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.03. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Þórdís Pálsdóttir, Bergþór G. Böðvarsson, Hlynur Þór Agnarsson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði: Arnaldur Sigurðarson og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Ágústa Rós Björnsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um framkvæmdir og aðgengismál. R21020028

    Arnar Þór Hjaltested og Hjalti Jóhannes Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar þeim Hjalta Jóhannesi Guðmundssyni og Arnari Þór Hjaltested fyrir upplýsandi samtal um það hvernig staðið er að lokunum vegna framkvæmda m.t.t. aðgengis. Mikilvægt er að bæta vinnubrögð hvað varðar að tryggja aðgengi allra við þau svæði þar sem framkvæmdir eiga sér stað. Í máli þeirra kom fram að ekki gangi nægilega vel að fá framkvæmdaraðila til þess að skila inn fullnægjandi áætlunum um lokanir og hjáleiðir þó þetta hafi mikið batnað á undanförnum árum. Þá eigi öryggismenning hérlendis enn langt í land og mikilvægt að bæta hana. Nefndin tekur undir þessar áhyggjur og hefur áhuga á að leggja umhverfis- og skipulagssviði lið í þessum málum. Nefndin tekur undir að Reykjavíkurborg á að vera leiðandi á þessu sviði í þeim verkum sem eru á hennar vegum.

  2. Fram fer umræða um aðgengismál til framkvæmda árið 2021. R21020028

  3. Fram fer kynning á nýjum leikskóla í miðborginni. R21100135

    Anna Björg Sigurðardóttir og Guðjón Kjartansson     taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Guðjón L. Sigurðsson og Svava Þorleifsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  4. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

    Frestað.

  5. Fram fer umræða um aðgengismál í Nauthólsvík. R21080168

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um strætó og aðgengismál. R21020028

    Frestað.

  7. Fram fer umræða um ferðagjöf og þjónustunotendur velferðarsviðs. R21020028

  8. Lagt er fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 1. október 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna þjónustu við fatlað fólk. R21020028

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 15:00

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0710.pdf