Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 31

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 16. september, var haldinn 31. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.03. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Rannveig Ernudóttir, Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

  2. Lagt er fram bréf Öryrkjabandalags Íslands, dags. 10. september 2021, með tilkynningu um nýjan aðalfulltrúa ÖBÍ í aðgengis- og samráðsnefnd. R21020028

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um gjaldskyldu fyrir P-korthafa í bílastæðahúsum. R21030130

  4. Lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., að útfærslu á aðgengilegu salerni í Ráðhúsi Reykjavíkur. R21090113

    Starfsmanni umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram. Starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og starfsmanni umhverfis- og skipulagssviðs er jafnframt falið að koma því í ferli að bæta aðgengi sjónskertra í Ráðhúsi t.d. með því að óska eftir merkingum á tröppum sem og að kannaðir verði möguleikar á ljósmælingu inni á salernum.

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um kaup á lyftu í Laugardalslaug. R21090145

    Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir tillögu umhverfis- og skipulagssviðs um lyftukaup.

  6. Fram fer umræða um handbók Landssamtakanna Þroskahjálpar, ódags., um notendasamráð. R21090080

    Fylgigögn

  7. Lögð eru fram drög, ódags., að umsögn aðgengis- og samráðsnefndar um tillögu áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 15. október 2020, um störf aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. R20100130

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um aðgengi að kjörstöðum. R20090044

Fundi slitið klukkan 15:06

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1609.pdf