Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 30

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 2. september, var haldinn 30. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.14. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Rannveig Ernudóttir, Bergþór G. Böðvarsson, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Lilja Sveinsdóttir.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hallgrímur Eymundsson og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. ágúst 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 12. ágúst 2021, á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2021, með tilkynningu um kosningu borgarstjórnar í aðgengis- og samráðsnefnd. R19040033

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168
    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer umræða um aðgengismál í Nauthólsvík. R21080168

    Starfsmönnum umhverfis – og skipulagssviðs og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að svara erindi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða varðandi aðgengismál í Nauthólsvík.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 15. október 2020, um störf aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. R20100130

    Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að semja drög að svari við erindinu.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Lögð eru fram drög menningar- og ferðamálasviðs, dags. 5. ágúst 2021, að menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2021 – 2030. R21080014

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd tekur undir umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um menningarstefnuna. Auk þess vill nefndin benda á að í kafla 8.3. er ekki minnst á að félagsmiðstöðvar fullorðinna í borginni standi íbúum til boða sem viðburðarými með sama hætti og frístundamiðstöðvar o.fl. húsnæði. Nefndin hvetur til þess að bætt sé úr því.

    Fylgigögn

  7. Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. R18010207

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að taka saman ábendingar fulltrúa í nefndinni og vinna umsögn nefndarinnar út frá þeim.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt er fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021, um drög að tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. R19100342

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að taka saman ábendingar fulltrúa í nefndinni við tillöguna og vinna umsögn út frá þeim.
    Samþykkt.

    -    Kl. 15.00 víkja Þorkell Heiðarsson, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og Rannveig Ernudóttir af fundi.

    Fylgigögn

  9. Lagt er fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 23. júní 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna þjónustu við fatlað fólk. R21020028

    Notendaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi starfsleyfisumsókn.
    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 15:10

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0209.pdf