Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2021, fimmtudaginn 3. júní, var haldinn 29. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.03. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Valgerður Árnadóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Hallgrímur Eymundsson og Þórdís Pálsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um aðgengi að kjörstöðum. R20090044
Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Nefndin þakkar Bjarna Þóroddssyni fyrir kynningu á nýjum kjörstöðum í Reykjavík og fagnar jafnframt því að leitað sé til nefndarinnar í þessu mikilvæga samhengi. Nefndin hefur áhyggjur af lélegu aðgengi í Breiðagerðisskóla og óskar eftir því að leit verði hafin að nýjum kjörstað í þessum hluta borgarinnar.
Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að kalla eftir frekari athugasemdum frá fulltrúum í aðgengis- og samráðsnefnd um aðgengismál á öðrum kjörstöðum í borginni.
Samþykkt. -
Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. maí 2021, með tilkynningu um kosningu borgarstjórnar í aðgengis- og samráðsnefnd. R19040033
Fylgigögn
-
Lagt er fram svar Bílastæðasjóðs, dags. 29. mars., við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 4. mars, um gjaldskyldu í bílastæðahúsum, ásamt minnisblaði frá Forum lögmönnum, dags. 26. nóvember 2020. R21030130
Guðrún Elsa Tryggvadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Málinu er vísað til frekari vinnslu hjá lögfræðingi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt er fram svar frá velferðarsviði, dags. 2. júní 2021, við fyrirspurn starfsmanns mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 1. júní 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna félagslegrar heimaþjónustu. R21020028
Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að vinna umsögn um fyrirliggjandi starfsleyfisumsókn í samráði við notendaráð þegar svör hafa borist við fyrirspurn ráðsins til umsækjanda.
Samþykkt. -
Fram fer umræða um málefni einhverfra nemenda í grunnskólum. R21060021
Alda Árnadóttir og Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar þeim Hafdísi og Öldu kærlega fyrir komuna og upplýsandi umræðu um málefni einhverfra barna í skólum borgarinnar. Nefndin mun halda áfram með þetta mál og önnur málefni sem tengjast börnum með fötlun og skólastarfi á fyrirhuguðum fundi með skóla- og frístundaráði.
Fundi slitið klukkan 14:39
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0306.pdf