Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 28

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 20. maí, var haldinn 28. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.10. Fundinn sátu: Rannveig Ernudóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson og Hlynur Þór Agnarsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. maí 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 4. maí 2021, á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.25 tekur Þorkell Heiðarsson sæti á fundinum.

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að taka saman athugasemdir fulltrúa í nefndinni við aðgengisstefnuna.

    Samþykkt.

  3. Fram fer kynning á stafrænni umbreytingu á stuðningsþjónustu. R20100017

    Anna Brynja Valmundsdóttir og Eyrún Ellý Valsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt er fram svar frá Hopp, dags. 22. mars 2021, og svar frá Wind Mobility, dags. 8. apríl 2021, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 15. mars 2021, um frágang á rafhlaupahjólum í Reykjavík. R21030130

    Fylgigögn

  5. Lagt er fram svar Bílastæðasjóðs, dags. 29. mars., við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 4. mars, um gjaldskyldu í bílastæðahúsum, ásamt minnisblaði frá Forum lögmönnum, dags. 26. nóvember 2020. R21030130

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að kanna möguleika á lögfræðiáliti á svari Bílastæðasjóðs.

    Samþykkt.

    -    Kl. 14.45 víkja Þorkell Heiðarsson, Egill Þór Jónsson, Rannveig Ernudóttir og Hlynur Þór Agnarsson af fundi.

    Fylgigögn

  6. Lögð eru fram erindi frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, dags. 9. apríl 2021 og 4. maí 2021, varðandi starfsleyfisumsókn vegna þjónustu við fatlað fólk. R21020028

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að semja fyrirspurnir til velferðarsviðs og umsækjanda í samráði við fulltrúa hagsmunasamtaka áður en umsóknin er afgreidd.

    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 15:09

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_2005.pdf