Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 24

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 4. mars, var haldinn 24. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. febrúar 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 16. febrúar 2021, á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um úrbótaáætlun í tengslum við aðgengi að biðstöðvum. R18010184

  Fylgigögn

 3. Lagt er fram erindi Ingólfs Más Magnússonar, dags. 18. febrúar 2021, um gjaldskyldu í bílastæðahúsum. R21030014
  Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að semja fyrirspurn til Bílastæðasjóðs um heimild til þess að rukka handhafa P-korta um gjald vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsum.
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um rafhlaupahjól í borginni.
  Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samráði við nefndina er falið að semja fyrirspurn til leigusala rafhlaupahjóla í borginni með um hvaða ráðstafanir þeir geri til þess að tryggja að frágangur á rafhlaupahjól hindri ekki aðgengi annarra vegfarenda í borginni. 
  Samþykkt.

 5. Lagt er fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2021, um 1. lotu Borgarlínu. R21020147
  Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að semja erindi til umhverfis- og skipulagssviðs með ósk um aðgengis- og samráðsnefnd verði hluti af hópi hagðila vegna hönnunar og þróunar Borgarlínu.
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 6. Lögð er fram fyrsta skýrsla Íslands sem gefin var út af Stjórnarráði Íslands, ódags., um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. R21030015

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða um hóp um heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðs fólks.

  -    Kl. 14.40 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.

 8. Fram fer umræða um stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. R21010263

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Nefndin fékk ekki þetta mál til umsagnar en tekur heilshugar undir umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um stefnuna. Aðgengis- og samráðsnefnd vill jafnframt minna á að við stefnumótun sem snýr að menntamálum er mikilvægt að óska eftir umsögn aðgengis- og samráðsnefndar þar sem öll slík stefnumótun varðar fatlað fólk og stöðu þess. Samræmist það samþykkt um aðgengis- og samráðsnefnd að hún fái slík málefni til meðferðar í borgarkerfinu.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:01

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0403.pdf