Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2021, fimmtudaginn 4. mars, var haldinn 24. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. febrúar 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 16. febrúar 2021, á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um úrbótaáætlun í tengslum við aðgengi að biðstöðvum. R18010184
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi Ingólfs Más Magnússonar, dags. 18. febrúar 2021, um gjaldskyldu í bílastæðahúsum. R21030014
Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að semja fyrirspurn til Bílastæðasjóðs um heimild til þess að rukka handhafa P-korta um gjald vegna notkunar á bílastæðum í bílastæðahúsum.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um rafhlaupahjól í borginni.
Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu í samráði við nefndina er falið að semja fyrirspurn til leigusala rafhlaupahjóla í borginni með um hvaða ráðstafanir þeir geri til þess að tryggja að frágangur á rafhlaupahjól hindri ekki aðgengi annarra vegfarenda í borginni.
Samþykkt. -
Lagt er fram erindi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. febrúar 2021, um 1. lotu Borgarlínu. R21020147
Formanni nefndarinnar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að semja erindi til umhverfis- og skipulagssviðs með ósk um aðgengis- og samráðsnefnd verði hluti af hópi hagðila vegna hönnunar og þróunar Borgarlínu.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð er fram fyrsta skýrsla Íslands sem gefin var út af Stjórnarráði Íslands, ódags., um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. R21030015
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um hóp um heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðs fólks.
- Kl. 14.40 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.
-
Fram fer umræða um stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. R21010263
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Nefndin fékk ekki þetta mál til umsagnar en tekur heilshugar undir umsögn mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs um stefnuna. Aðgengis- og samráðsnefnd vill jafnframt minna á að við stefnumótun sem snýr að menntamálum er mikilvægt að óska eftir umsögn aðgengis- og samráðsnefndar þar sem öll slík stefnumótun varðar fatlað fólk og stöðu þess. Samræmist það samþykkt um aðgengis- og samráðsnefnd að hún fái slík málefni til meðferðar í borgarkerfinu.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:01
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0403.pdf