Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 23

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 18. febrúar, var haldinn 23. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Björgvin Björgvinsson, Hlynur Þór Agnarsson og Ingólfur Már Magnússon.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hallgrímur Eymundsson og Rannveig Ernudóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. febrúar 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 19. janúar 2021, á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

  3. Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar. R21020032

    Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir að Friðarhús SHA ehf. og Samtök hernaðarandstæðinga hljóti aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020.

  4. Lagt er fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. desember 2020, við fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands, dags. 12. nóvember 2020, um merkingar við göngugötur. R20110355

    Fylgigögn

  5. Lagt er fram erindi frá Auði Björk Kvaran og Þórhildi Rafns Jónsdóttur, dags. 27.11.2020, varðandi aðgengi fyrir alla í félagsmiðstöðvar fyrir unglinga. R20120017

    Aðgengis- og samráðsnefnd felur formanni nefndarinnar og starfsmanni frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að svara erindinu og tilkynna um að aðgengismál í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum muni fara inn í aðgerðaráætlun með væntanlegri aðgengisstefnu borgarinnar.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  6. Fram fer kynning á drögum velferðarsviðs, ódags., að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. R21020140

    Katrín Harpa Ásgeirsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar kærlega fyrir kynningu á drögum að nýjum reglum um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk, 18 ára og eldra. Nefndin fagnar mikilli fagmennsku sem birtist í drögunum við að nútímavæða reglurnar og gera þær einfaldari og skýrari. 

    Fylgigögn

  7. Lagt er fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2021, við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 13. október 2020, um aðgengismál blindra og sjónskertra. R20090160

    Aðgengis- og samráðsnefnd felur starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að boða samgöngustjóra á fund nefndarinnar við fyrsta mögulega tækifæri og ræða efni bréfsins.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Lagt er fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. janúar 2021, við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um markmið og aðgerðir í aðgengisstefnu, dags. 16. september 2020, sem lögð var fram í velferðarráði. R19120168

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:58

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1802.pdf