Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 22

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 4. febrúar, var haldinn 22. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu: Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Lilja Sveinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kosning varaformanns aðgengis- og samráðsnefndar. R21020028

  Ingólfur Már Magnússon er kosinn varaformaður aðgengis- og samráðsnefndar.
  Samþykkt.

  -    Kl. 13.03 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

 2. Fram fer umræða um aðgengismál og umsóknir til byggingarfulltrúa.

      Nikulás Úlfar Másson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 13.15 tekur Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

 3. Fram fer umræða um drög að fjárhagsáætlun vegna verkefna í aðgengismálum árið 2021. R21020028

  -    Kl. 13.59 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi.
  -    Kl. 13.59 tekur Rannveig Ernudóttir sæti á fundinum.

      Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Þörf hefur skapast fyrir að einfalda boðleiðir og verkefnaskipan milli sviða hvað varðar fjárheimildir og þá sjóði sem leitað er í vegna framkvæmda í málaflokknum. Fulltrúar nefndarinnar óska eftir því að þessi mál séu tekin upp í borgarráði.

 4. Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar. R21020032

  Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir að nefndin fari sjálf yfir tilnefningar og fái starfsmann umhverfis- og skipulagssviðs með í það verkefni að fara yfir innsendar tilnefningar.

 5. Fram fer umræða um fyrirhugaðar reglur velferðarsviðs um þjónustu við fullorðið fatlað fólk.

 6. Lagt er fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. desember 2020, við fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands, dags. 12. nóvember 2020, um merkingar við göngugötur.
  Frestað.

  Fylgigögn

 7. Lögð eru fram drög, ódags., að umsögn aðgengis- og samráðsnefndar um tillögu fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 29. október 2020, um jafnara aðgengi að endurvinnslu. R20100433

  Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir drög starfsmanns mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og formanns aðgengis- og samráðsnefndar að umsögn um málið.

  Fylgigögn

 8. Lagt er fram erindi frá Auði Björk Kvaran og Þórhildi Rafns Jónsdóttur, dags. 27.11.2020, varðandi aðgengi fyrir alla í félagsmiðstöðvar fyrir unglinga. R20120017
  Frestað.

Fundi slitið klukkan 15:00

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0402.pdf