Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 20

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2021, fimmtudaginn 7. janúar, var haldinn 20. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 13.02.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Hallgrímur Eymundsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

        Silja Lind Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  2. Fram fer umræða um aðgengissjóð Reykjavíkurborgar. R20080002

        Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks fagnar því að stefnt sé að því að setja á laggirnar aðgengissjóð Reykjavíkurborgar til að hvetja til aukins aðgengis að þjónustu einkaaðila eins og kaffihúsa og verslana. Ramminn í kringum verkefnið lítur vel út og telur nefndin mikilvægt að huga að algildri hönnun í heild sinni við stuðning verkefna. Nefndin leggur til að hún verði formlegur undirbúningshópur sjóðsins, en kveðið er á um slíkan hóp í drögum að verklagsreglum, eða þá að öðrum kosti að nefndin vinni að undirbúningi í miklu samráði við undirbúningshóp. Metnaður hefur verið lagður í að setja saman þennan samráðsvettvang með fulltrúum helstu hagsmunaaðila í málefnum fatlaðs fólks og æskilegt þykir að öll sú þekking sem í nefndinni býr og reynsla notenda skili sér í upplýstri ákvarðanatöku um útdeilingu úr aðgengissjóði. Að auki telur nefndin viðeigandi að hún fái að skipa fulltrúa í stjórnina úr sínum röðum í sæti fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn. Að öðrum kosti vinni hún náið með fulltrúa Reykjavíkurborgar sem undirbúningshópur.

    -    Kl. 14.10 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum.

  3. Lagt er fram erindi frá velferðarsviði, dags. 15. desember 2020, varðandi breytingar á reglum Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð, ásamt regludrögum. R21010097

        Þóra Kemp tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  4. Lagt er fram erindi frá Auði Björk Kvaran og Þórhildi Rafns Jónsdóttur, dags. 27.11.2020, varðandi aðgengi fyrir alla í félagsmiðstöðvar fyrir unglinga. R20120017
        Frestað.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:12

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0701.pdf