Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2019, fimmtudaginn 20. júní, var haldinn 2. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 15.06. Fundinn sátu: Ellen Jacqueline Calmon, Egill Þór Jónsson, Þórgnýr Thoroddsen, Sigrún Birgisdóttir, Ingólfur Már Magnússson, Rósa María Hjörvar og Hallgrímur Eymundsson. Fundinn sátu einnig Þórdís Linda Guðmundsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á fundargerðakerfi Reykjavíkurborgar.
- Kl. 15.25 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum.
-
Fram fer kynning á yfirliti yfir aðgengismál sem bíða úrvinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir áætlun umhverfis- og skipulagssviðs en leggur þó til að ákvörðun um framkvæmdir við Vesturbæjarlaug verði frestað. Nefndin leggur jafnframt til að sótt verði til fjármálahóps að nefndin fái heimild til nýta fjármagn ferlinefndar frá árinu 2018 sem ekki var nýtt að fullu þá vegna sérstakra aðstæðna.
Ágúst Már Gröndal og Ólafur Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umfjöllun um kosningu varaformanns aðgengis- og samráðsnefndar.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur til að kallað verði eftir áliti frá skrifstofu borgarstjórnar á því hvort heimilt sé að kjósa varaformann úr hópi notenda. -
Lögð er fram tillaga frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skráningu undanþága vegna aðgengis fatlaðra.
Frestað.Fylgigögn