Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2020, fimmtudaginn 3. desember, var haldinn 18. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 13.03.
Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Ágúst Már Gröndal, Bragi Bergsson, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168
Silja Lind Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13.28 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Nefndin þakkar Þórdísi og Silju fyrir kynningu á vinnu vegna stafræns aðgengis að þjónustu VEL. Nefndin leggur áherslu á að þessu máli verði flýtt eins og kostur er enda er þessi þjónusta mjög mikilvæg þeim hópi sem nefndin starfar fyrir.
-
Lögð er fram skýrsla, dags. 3. desember 2020, frá VSÓ ráðgjöf um aðgengismál í Ártúnsskóla, Hagaskóla, Nauthólsvík og í Bröttugötu við Aðalstræti. R20120048
Ásta Camilla Gylfadóttir og Kristinn Alexandersson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs er falið að gera kostnaðaráætlun um þær úrbætur sem taldar eru upp í skýrslu VSÓ.
Samþykkt.Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Nefndin þakkar starfsmönnum VSÓ fyrir kynninguna og vel unna skýrslu um aðgengi að skólum, ylströndinni í Nauthólsvík og við Bröttugötu.
- Kl. 14.31 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. nóvember 2020, vegna aðgengismála í Bjarkarhlíð. R20120050
Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir að fela starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að senda eignasjóði erindi vegna málsins.
Fylgigögn
-
Lagt er fram erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 12. nóvember 2020, um merkingar við göngugötur í Reykjavík. R20110355
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 2. nóvember 2020, með beiðni um umsögn aðgengis- og samráðsnefndar um tillögu fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um jafnara aðgengi að endurvinnslu. R20100433
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 14:57
Dóra Björt Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0312.pdf