Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 18

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, fimmtudaginn 3. desember, var haldinn 18. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 13.03.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Anna Kristinsdóttir, Ágúst Már Gröndal, Bragi Bergsson, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar. R19120168

  Silja Lind Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  -    Kl. 13.28 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Nefndin þakkar Þórdísi og Silju fyrir kynningu á vinnu vegna stafræns aðgengis að þjónustu VEL. Nefndin leggur áherslu á að þessu máli verði flýtt eins og kostur er enda er þessi þjónusta mjög mikilvæg þeim hópi sem nefndin starfar fyrir.

 2. Lögð er fram skýrsla, dags. 3. desember 2020, frá VSÓ ráðgjöf um aðgengismál í Ártúnsskóla, Hagaskóla, Nauthólsvík og í Bröttugötu við Aðalstræti. R20120048

  Ásta Camilla Gylfadóttir og Kristinn Alexandersson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs er falið að gera kostnaðaráætlun um þær úrbætur sem taldar eru upp í skýrslu VSÓ.
  Samþykkt.

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Nefndin þakkar starfsmönnum VSÓ fyrir kynninguna og vel unna skýrslu um aðgengi að skólum, ylströndinni í Nauthólsvík og við Bröttugötu.

  -    Kl. 14.31 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.

  Fylgigögn

 3. Lagt er fram erindi frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. nóvember 2020, vegna aðgengismála í Bjarkarhlíð. R20120050

  Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir að fela starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að senda eignasjóði erindi vegna málsins.

  Fylgigögn

 4. Lagt er fram erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 12. nóvember 2020, um merkingar við göngugötur í Reykjavík. R20110355
  Frestað.

  Fylgigögn

 5. Lagt er fram bréf frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu,  dags. 2. nóvember 2020, með beiðni um umsögn aðgengis- og samráðsnefndar um tillögu fulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um jafnara aðgengi að endurvinnslu. R20100433
  Frestað.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 14:57

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0312.pdf