Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 17

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, mánudaginn 16. nóvember, var haldinn 17. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn með fjarfundabúnaði og hófst kl. 14.27.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Bergþór Heimir Þórðarson, Hallgrímur Eymundsson, Hanna Björk Kristinsdóttir, Hlynur Þór Agnarsson og Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundabúnaði: Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um framkvæmdir til að bæta aðgengi að strætóbiðstöðvum. R18010184

    Auður Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar Auði Ólafsdóttur kærlega fyrir kynningu á framkvæmdum í aðgengismálum í tengslum við biðstöðvar strætó. Aðgengi allra að biðstöðvum er grundvallarmál og styður aðgengis- og samráðsnefndin heilshugar við allar áætlanir um að bæta úr því sem miður er, sem er því miður alltof víða. Nefndin ætlar sér að fylgja þessu máli frekar eftir.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 15:25

Dóra Björt Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1611.pdf