Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 15

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, þriðjudaginn 1. október, var haldinn 15. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.02. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson, Rannveig Ernudóttir, Hanna Björk Kristinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir tóku einnig sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um breytingar á umsóknarferli vegna stuðningsþjónustu við fatlað fólk. R20100017

      Eyrún Ellý Valsdóttir og Anna Brynja Valmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  -    Kl. 13.12 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum.

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks þakkar þeim Eyrúnu Ellý Valsdóttur og Önnu Brynju Valmundsdóttur fyrir góða kynningu og þeim vilja sem þar sem kemur fram til samstarfs við nefndina hvað varðar umsóknarferli fyrir stuðningsþjónustu við fatlað fólk. Nefndin mun leggja sig fram við að styðja við þetta mikilvæga verkefni á öllum stigum.

 2. Fram fer umræða um yfirstandandi framkvæmdir í aðgengismálum. R20100016

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um aðgengismál í Ásmundarsafni. R20100018

  Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um aðgengismál hjá Andrými á Bergþórugötu. R19110049

  Fylgigögn

 5. Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um meðferð aðgengis- og samráðsnefndar á málum sem snúa að göngugötum í Reykjavík og akstursþjónustu fatlaðs fólks. R20070141

  Aðgengis- og samráðsnefnd samþykkir svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu við fyrirspurninni.

 6. Lögð er fram umsagnarbeiðni, dags. 14. september 2020, til aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks um tillögu að umferðarskipulagi í Kvosinni. R20100019
  Frestað.

  Fylgigögn

 7. Lagt er fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15. júní 2020, við bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 12. júní 2020, með fyrirspurn um aðgengi að kjörstöðum. R20060132    

  -    Kl. 14.55 víkur Egill Þór Jónsson af fundi.

  Fylgigögn

 8. Fram fer umræða um starf stýrihóps um heildstæða stefnu í aðgengismálum.

Fundi slitið klukkan 15:01

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0110.pdf