Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 14

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, þriðjudaginn 8. september, var haldinn 14. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.06. Fundinn sátu: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem ritaði fundargerð.

Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Egill Þór Jónsson og Hallgrímur Eymundsson. Aðalbjörg Traustadóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir frá velferðarsviði tóku einnig sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. september 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 1. september 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um gæðaviðmið fyrir félagsþjónustu við fatlað fólk. R20090043
  Íris Dögg Lárusdóttir og Rósa Guðrún Sólberg taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.

  -    Kl. 13.21 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum. 

  Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

  Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar þeim Rósu Guðrúnu og Írisi Dögg kærlega fyrir kynningu á gæðaviðmiðum félagslegrar þjónustu fyrir fatlað fólk sem unnin hafa verið af GEF með aðkomu hagsmunaaðila. Nefndin telur að slík viðmið séu mikilvæg forsenda þess að þjónusta sé ávallt veitt á faglegan hátt og að nauðsynleg framþróun hennar eigi sér stað. Þá er hin útkomumiðaða nálgun sem grundvallast á upplifun notenda mikilvægt skref til framfara.

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um stöðu á framkvæmdum í aðgengismálum. R20010341
  Frestað.

 4. Fram fer umræða um aðgerðir á velferðarsviði í tengslum við Covid-19. R20010341

  Fylgigögn

 5. Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um meðferð aðgengis- og samráðsnefndar á málum sem snúa að göngugötum í Reykjavík og akstursþjónustu fatlaðs fólks. R20070141
  Frestað.

  -    Kl. 14.48 víkja Þorkell Heiðarsson, Egill Þór Jónsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi.

 6. Lögð er fram fyrirspurn frá Gæða- og eftirlitsstofnun, dags. 29. júní 2020, til notendaráðs varðandi meðferð starfsleyfisumsókna. R20010341

 7. Lögð er fram umsögn notendaráðs, dags. 3. september 2020, um reglugerð varðandi starfsleyfi til aðila sem veita félagsþjónustu. R20090029

  Fylgigögn

 8. Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Hvernig er eftirfylgnin með að allt starfsfólk Reykjavíkurborgar á öllum sviðum borgarinnar í þjónustu og stuðningi við fatlað fólk skrifi undir trúnaðaryfirlýsingu og hljóti fullnægjandi kennslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf? Er til tölfræði um fjöldann sem hlýtur slíka kennslu og skrifar undir trúnaðaryfirlýsingu?

  Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.

Fundi slitið klukkan 15:02

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0709.pdf