Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 12

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, þriðjudaginn 12. maí, var haldinn 12. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13.04. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Andri Valgeirsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Bragi Bergsson, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Bergþór Heimir Þórðarson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt er fram bréf til fagráða frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umfjöllun um starfsemi velferðarsviðs síðustu vikur.

  3. Fram fer umfjöllun um sérklefa í Árbæjarlaug og Vesturbæjarlaug.

  4. Fram fer umfjöllun um Borgarvaktina.

    -    Kl. 14.05 víkja Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson af fundi.

  5. Lagt er fram svar Gæða- og eftirlitsstofnunar, dags. 11. mars 2020, við fyrirspurn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 13. febrúar 2020, um umsagnarhlutverk notendaráða gagnvart starfsleyfisumsóknum.

  6. Lagt er fram yfirlit mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 8.5.2020, yfir starfsleyfisumsóknir sem borist hafa til umsagnar notendaráðs.

    Notendaráð samþykkir þær umsóknir sem borist hafa án athugasemda.

    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 14:17

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_1205.pdf