Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2020, fimmtudaginn 5. mars, var haldinn 11. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:03. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Egill Þór Jónsson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson og Hanna Björk Kristinsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Travable smáforritinu.
Ósk Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 13.06 tekur Hallgrímur Eymundsson sæti á fundinum.
- Kl. 13.12 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum.
- Kl. 13.22 tekur Valgerður Árnadóttir sæti á fundinum. -
Lagt er fram erindi frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 25. febrúar 2020, með tilnefningu á nýjum varafulltrúa Öryrkjabandalags Íslands í aðgengis- og samráðsnefnd.
Fylgigögn
-
Fram fer umfjöllun um aðgengi að vef Reykjavíkurborgar.
Hreinn Valgerðar Hreinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. -
Fram fer umfjöllun um aðgerðir velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna Covid-19 og verkfalla starfsfólks.
Fundi slitið klukkan 14:16
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0503.pdf