Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 10

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, fimmtudaginn 20. febrúar, var haldinn 10. fundur Aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13.04. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Arnaldur Sigurðarson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Andri Valgeirsson. Einnig sátu fundinn Aðalbjörg Traustadóttir og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á samningi um akstursþjónustu fatlaðs fólks.

    Erlendur Pálsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.07 tekur Lilja Sveinsdóttir sæti á fundinum.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum Þórdísi frá VEL og Erlendi frá Strætó fyrir kynninguna á stöðu nýrrar akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Það er von nefndarinnar að ný umgjörð um akstursþjónustuna og skipun sérstakrar stjórnar yfir hana muni auka gæði og þróunarmöguleika hennar. Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar jafnframt fyrir gott samráð við nefndina við meðferð málsins.

    -    Kl. 13.35 tekur Bergþór H. Þórðarson sæti á fundinum.

  2. Lögð eru fram erindi frá Hinu húsinu, dags. 28. janúar 2020 og 30. janúar 2020, vegna almenningssamgangna við Hitt húsið.

    Formanni aðgengis- og samráðsnefndar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að vinna málið áfram.

    Samþykkt.

  3. Lögð er fram tillaga frá fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands, dags. 11. febrúar 2020, að ályktun um aðgengi að upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vef Reykjavíkurborgar.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum ÖBÍ fyrir ályktun um aðgengi að upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar og þær ábendingar sem þar koma fram. Aðgengis- og samráðsnefnd tekur undir ábendingarnar og telur aðgengi að rafrænum miðlum ekki síður mikilvægt en annað aðgengi. Nefndin mun í framhaldinu taka málið upp sérstaklega og fá til fundar til sín þá aðila sem stýra vefmálum hjá borginni.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar og samráð nefndarinnar samkvæmt 9.gr. í samþykkt hennar.

    -    Kl. 14.55 víkja Þorkell Heiðarsson og Arnaldur Sigurðarson af fundi.

    Fylgigögn

  5. Lögð er fram fyrirspurn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 13. febrúar 2020, sem send var til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar í tengslum við umsagnarhlutverk nefndarinnar gagnvart starfsleyfisumsóknum.

Fundi slitið klukkan 15:00

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_2002.pdf