Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2020, fimmtudaginn 20. febrúar, var haldinn 10. fundur Aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13.04. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Arnaldur Sigurðarson, Ingólfur Már Magnússon, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Andri Valgeirsson. Einnig sátu fundinn Aðalbjörg Traustadóttir og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á samningi um akstursþjónustu fatlaðs fólks.
Erlendur Pálsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.- Kl. 13.07 tekur Lilja Sveinsdóttir sæti á fundinum.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Þökkum Þórdísi frá VEL og Erlendi frá Strætó fyrir kynninguna á stöðu nýrrar akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Það er von nefndarinnar að ný umgjörð um akstursþjónustuna og skipun sérstakrar stjórnar yfir hana muni auka gæði og þróunarmöguleika hennar. Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar jafnframt fyrir gott samráð við nefndina við meðferð málsins.
- Kl. 13.35 tekur Bergþór H. Þórðarson sæti á fundinum.
-
Lögð eru fram erindi frá Hinu húsinu, dags. 28. janúar 2020 og 30. janúar 2020, vegna almenningssamgangna við Hitt húsið.
Formanni aðgengis- og samráðsnefndar og starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að vinna málið áfram.
Samþykkt. -
Lögð er fram tillaga frá fulltrúum Öryrkjabandalags Íslands, dags. 11. febrúar 2020, að ályktun um aðgengi að upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk á vef Reykjavíkurborgar.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Þökkum ÖBÍ fyrir ályktun um aðgengi að upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar og þær ábendingar sem þar koma fram. Aðgengis- og samráðsnefnd tekur undir ábendingarnar og telur aðgengi að rafrænum miðlum ekki síður mikilvægt en annað aðgengi. Nefndin mun í framhaldinu taka málið upp sérstaklega og fá til fundar til sín þá aðila sem stýra vefmálum hjá borginni.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar og samráð nefndarinnar samkvæmt 9.gr. í samþykkt hennar.
- Kl. 14.55 víkja Þorkell Heiðarsson og Arnaldur Sigurðarson af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð er fram fyrirspurn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 13. febrúar 2020, sem send var til Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar í tengslum við umsagnarhlutverk nefndarinnar gagnvart starfsleyfisumsóknum.
Fundi slitið klukkan 15:00
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_2002.pdf