Verkefnin Lifandi landslag og Fabric voru valin sem vinningstillögur samkeppninnar C40 Reinventing Cities í Reykjavík – grænar þróunarlóðir, leiðarljós að sjálfbærri og umhverfisvænni byggð.
Keppnin hófst í desember 2017 þar sem þverfagleg teymi fengu tækifæri til að breyta vannýttum svæðum borgarinnar í sjálfbær svæði með aukin umhverfisgæði og minna kolefnisfótspor. Grænu þróunarlóðunum er ætlað að verða að fordæmi fyrir framtíðaruppbyggingu með sjálfbærni og umhverfisgæði að leiðarljósi.
Reykjavík valdi þrjár lóðir til samkeppninnar við Frakkastíg, Lágmúla og við Malarhöfða. Keppnin var í tveim áföngum og í þeim fyrri voru 16 lið en í þeim seinni voru átta teymi valin en fimm skiluðu inn tillögum.
Samkeppnin tekur á mörgum þáttum sjálfbærni en teymin voru þverfagleg þar sem arkitektar, umhverfisfræðingar, fjárfestar, landslagsarkitektar, skipulagsfræðingar og verktakar unnu saman að tillögunum. Tekist var á við tíu lykiláskoranir, t.d. hringrásarhagkerfi, sjálfbærar samgöngur, sjálfbær byggingarefni, líffræðilegan fjölbreytileiki og samfélagslegan ávinning.
Tvö teymi voru valin sem sigurvegarar samkeppninnar í Reykjavík en þau þóttu skara fram úr í úrlausnum sínum á markmiðum samkeppninnar.
Tillagan Lifandi landslag
Lifandi landslag er kolefnishlutlaus bygging með blandað notkunargildi sem er hönnuð með vistvæn gildi að leiðarljósi. Byggingin er nútímaleg og náttúruvæn í háum gæðum, með góðri innivist og mjög lágri orkunotkun. Lifandi landslag verður stærsta timburbygging landsins, staðsett, við Malarhöfða í Ártúni. Lifandi landslag mun fara eftir metnaðarfullum markmiðum um líffræðilegan fjölbreytileika, en 75% svæðisins verður grænt, þar meðtalið miðsvæði og græn þök. Byggingin er ‘O’ laga og í miðju hennar er stór garður með staðbundnum plöntutegundum, grjóti og landslagi.
Skipulag umhverfis miðar að því að bæta grunnkerfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hugmyndin að tillögu nýs þéttbýlisskipulags Elliðarárvogs - Ártúnshöfða er að skapa nýjan þéttbýliskjarna þar sem nú er aðeins mengað iðnarsvæði. Vinningsliðið er samsett af, Jakob+Macfarlane. T.ark, Landslagi, Eflu, Heild og Upphafi.
Tillagan Fabric
Tillagan Fabric bar sigur úr býtum í samkeppni C40 um hönnun á 5.700 m² lóð við Lágmúla. Fabric mun samþætta íbúðar- og atvinnuhúsnæði með áherslu á deilingu og samvinnu í orkunýtinn miðpunkt með það í huga að skapa betri, heilbrigðari og grænni borg. Til að draga úr kolefnisspori sínu, eins og unnt er, mun Fabric notast við lágkolefna byggingarefni, þ.m.t. timbur og einnig steinull sem framleidd hefur verið á Íslandi. Með þessu mun Fabric stuðla að metnaðargjörnu hringrásarhagkerfi og hafa þau áhrif að um 95% minni úrgangur mun rata á urðunarstaði.
Verkefnið mun sameina líffræðilegan fjölbreytileika og vellíðan með gróðurveggjum, grænum þökum, gróðurhúsum og vetrargarði. Öll sameiginleg svæði hússins eru tengd saman með grænum borða sem rennur í gegnum alla bygginguna, þar sem nýttur verður jarðhiti svæðisins og græna orkan býður upp á. Lóðin við Lágmúla hentar einstaklega vel fyrir slíkt verkefni þar sem ein helsta sérstaða lóðarinnar er sá mikli jarðhiti sem finnst umhverfis hana. Vinningsliðið er samsett af, Basalt Arkitektum, Eflu, Landmótun og Reginn fasteignafélagi.
Alls fékk C40 yfir 230 umsóknir um þátttöku í samkeppninni Reinventing Cities á heimsvísu. Um var að ræða lóðir í öllum helstu borgum heims m.a. Mílanó, Osló, Madrid, Chicago, París, Reykjavík og San Francisco.
Tenglar með tillögunum