Viltu tala íslensku við mig? Samstarfsverkefni Íslenskuþorpsins og grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi er tilnefnt til Íslensku menntaverðlaunanna í ár í flokknum framúrskarandi þróunarverkefni. Hinsegin félagsmiðstöðin S78 er einnig tilnefnd í sama flokki en hún er undir hatti frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. Þriðja tilnefningin sem fer til Reykjavíkur er í flokki framúrskarandi kennara þar sem Fiona Elizabeth Oliver í Víkurskóla hlaut tilnefningu.
Vildu mæta nemendum sínum
Nemendum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn hefur fjölgað mikið síðastliðinn áratug og leituðu því grunnskólarnir í Grafarvogi og á Kjalarnesi til Íslenskuþorpsins um þróun verkefnis til að mæta þessum nemendum. Áhersla er á að nemendur læri íslensku í raunverulegum og fjölbreyttum aðstæðum. Markmið þróunarverkefnisins eru, auk eflingar íslensku og tjáningarfærni, að styrkja félagsfærni, sjálfsmynd og sjálfstraust nemenda.
Rannsóknir hafa leitt í ljóst að mikilvægt er að sá sem lærir nýtt tungumál tali við einhvern sem kann meira í nýja málinu og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Kennsluaðferð Íslenskuþorpsins myndar brú úr kennslustofunni yfir í samfélagsþátttöku með markvissu og sérsniðnu æfingaumhverfi og verkefnum.
Þau sem standa að verkefninu segja framfarir nemenda í íslensku skýrar en auki einnig sjálfstraust þeirra og ánægju. Mestar eru framfarirnar í töluðu máli en ná einnig til þátta eins og skilnings, lesturs og ritunar. Verkefnið hafði líka þau áhrif að börnin áttu auðveldara með að tjá sig og gripu síður til enskunnar.
Stundum er sagt að heilt þorp þurfi til að ala upp barn og leggur verkefnið upp úr þátttöku sem flestra innan og utan skólasamfélagsins. Velviljaðir einstaklingar eiga samskipti við nemendur og gera þannig íslenskunámið merkingarbært, hagnýtt og skemmtilegt. Ásamt því að auka tungumálahæfni miðar verkefnið einnig að því að víkka tengslanet nemenda, efla tjáningarfærni, styðja við og skapa tækifæri til fjölbreyttra samskipta. Á sama tíma er ávallt er höfðað til áhugasviðs nemenda.
Rannsóknir hafa leitt í ljóst að mikilvægt er að sá sem lærir nýtt tungumál tali við einhvern sem kann meira í nýja málinu og að tungumálanámið fari fram í samhengi við aðstæður. Kennsluaðferð Íslenskuþorpsins myndar brú úr kennslustofunni yfir í samfélagsþátttöku með markvissu og sérsniðnu æfingaumhverfi og verkefnum.
Verkefnið eykur sjálfstraust og ánægju
Þau sem standa að verkefninu segja framfarir nemenda í íslensku skýrar en auki einnig sjálfstraust þeirra og ánægju. Mestar eru framfarirnar í töluðu máli en ná einnig til þátta eins og skilnings, lesturs og ritunar. Verkefnið hafði líka þau áhrif að börnin áttu auðveldara með að tjá sig og gripu síður til enskunnar.
Stundum er sagt að heilt þorp þurfi til að ala upp barn og leggur verkefnið upp úr þátttöku sem flestra innan og utan skólasamfélagsins. Velviljaðir einstaklingar eiga samskipti við nemendur og gera þannig íslenskunámið merkingarbært, hagnýtt og skemmtilegt. Ásamt því að auka tungumálahæfni miðar verkefnið einnig að því að víkka tengslanet nemenda, efla tjáningarfærni, styðja við og skapa tækifæri til fjölbreyttra samskipta. Á sama tíma er ávallt er höfðað til áhugasviðs nemenda.
- Stutt stikla um kennsluaðferð Íslenskuþorpsins fyrir kennara og nemendur í grunnskólum.
- Myndbandið Viltu tala íslensku við mig? gerðu Íslenskuþorpið og samstarfsskólarnir til að vekja athygli á þróunarverkefninu og mikilvægi þess að tala íslensku.
- Umfjöllun og kynning á þróunarverkefninu eftir fyrsta starfsárið á Stefnumóti SFS og MVS, í maí 2021.
- Upplýsingar um námskeiðið Íslenskuþorp í leikskólum um land allt fyrir starfsfólk leikskóla með fjölbreyttan tungumálagrunn
Umfjöllun um allar tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2023