Viðgerð­um á Gull­inbrú að ljúka

Framkvæmdir Samgöngur

Framkvæmdir gengu vel. Mynd/Vegagerðin
malbikuð gata, framkvæmdir

Viðhaldsvinna við Gullinbrú er á lokametrunum en viðgerðir hafa staðið yfir frá því í lok júní. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í samstarfi við Freyssinet sá um framkvæmdirnar.

Um er að ræða nokkuð flóknar framkvæmdir. Helstu verk voru að fjarlægja klæðningu úr corten-stáli af brúnni. Stálið var orðið mjög ryðgað og hætta var á því að hlutar þess tækju að hrynja niður á göngu- og hjólastíg fyrir neðan brúna með tilheyrandi hættu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Einnig voru þensluraufar á slitlagsyfirborði endurbyggðar og smávægilegum steypuviðgerðum sinnt. Þá er búið að hreinsa og laga niðurföll og festa upp ídráttarrör fyrir rafstreng, auk nokkurra smáverka.