Vetrarhátíð 2024

Hallgrímskirkja á Vetrarhátíð 2022

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1.- 3. febrúar nk. Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins.

Tilgangur Vetrarhátíðar er að lífga upp á borgarlífið á dimmustu vetrarmánuðunum með því að tengja saman ólíka menningarlega þætti sem allir tengjast þema hátíðarinnar, ljósi og myrkri. 

Fjöldi listamanna, bæði erlendir og innlendir, taka þátt í að skapa einstaka stemningu á Vetrarhátíð. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af þremur meginstoðum: ljósaslóð, Safnanótt og  Sundlauganótt.

Frítt er inn á alla viðburði Vetrarhátíðar 2024. 

Sjáumst!

Allar nánari upplýsingar um dagskrá Vetrarhátíðar má nálgast á vetrarhatid.is