Veldu þau listaverk sem þú vilt sjá

Verk eftir Louisu Matthíasdóttur listamálara

Nú er hafinn spennandi leikur  Listasafns Reykjavíkur, Myndlistin okkar, þar sem fólki gefst tækifæri til þess að velja listaverk úr safneign á glæsilega myndlistarsýningu Listasafns Reykjavíkur.

Með þátttökunni í leiknum, Myndlistin okkar, gefst fólki tækifæri á að velja sín uppáhalds verk á glæsilega myndlistarsýningu á Kjarvalsstöðum sem verður opnuð á Menningarnótt þann 19. ágúst næstkomandi. 

Hvert er uppáhalds listaverkið þitt?

Hvaða listaverk finnst þér standa upp úr?

Hvaða listaverk hreyfir við þér?

Kosning er nú hafin á Betri Reykjavík og er sjónum beint að listaverkum úr safneign Listasafns Reykjavíkur í tilefni af því að á árinu er haldið upp á 50 ára afmæli vígslu Kjarvalsstaða. Hægt að velja eins mörg listaverk og hver vill og hægt að kjósa oftar en einu sinni. Verkin sem fá flest atkvæði þáttakenda í leiknum verða svo á sýningunni. 

Við hvetjum öll til að taka þátt og velja sitt uppáhalds listaverk.

Kosningin stendur yfir til 17. júní n.k.