Borgarráð hefur samþykkt úthlutun til 20 verkefna úr Miðborgarsjóði fyrir árið 2023.
Hlutverk Miðborgarsjóðs er að stuðla að því að miðborgin sé áhugaverður og aðlaðandi dvalar og áfangastaður fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila borgarinnar, landsmenn alla og erlenda gesti. Markmið Miðborgarsjóðs er að stuðla að fjölbreytni í miðborginni og eflingu hennar sem íbúðabyggðar og um leið miðstöðvar verslunar, þjónustu, mannlífs, menningar og stjórnsýslu.
Umsóknarfrestur um styrki úr Miðborgarsjóði rann út 1. nóvember 2023. Alls bárust 37 umsóknir og sótt var um styrki að fjárhæð 50.941.000 kr.
Við úthlutun var horft til fjölbreytni, nýsköpunar,fjölda sem nýtur viðburðarins, stuðnings við grasrótina, áhrifa á þróun miðborgarinnar, samsetningu hóps sem sótti um, aðgengileika viðburðar eða verkefnis, áhrifa til lengri tíma, samlegðaráhrifa og gæði umsókna.
Tillaga um úthlutun var kynnt á samráðsvettvangi miðborgarmála til umsagnar og engar athugasemdir bárust.
Nánari upplýsingar um verkefnin sem hlutu styrk.
Eftirfarandi 20 verkefni verða styrkt:
Heiti verkefnis | Upphæð: |
Tónleikarýmið R6013 | 2.000.000 kr. |
Fjölmenningarleg vetrarhátíð - tón,- dans,- og föndursmiðja | 500.000 kr. |
Minning um sumar | 100.000 kr. |
Jazz í Djúpinu | 800.000 kr. |
Kvartettinn Negla á Sígildum sunnudögum | 100.000 kr. |
Ástarljóð og austanvindar: Tónleikar á Sígildum sunnudögum | 100.000 kr. |
KANNSKI | 800.000 kr. |
Eins og Tjara... Myndlistarsýning í Höggmyndagarðinum | 100.000 kr. |
Wasteland Ísland | 500.000 kr. |
CODAPENT - Sviðslistaþerapía | 100.000 kr. |
Afrískir Laugardagar í miðborg Reykjavíkur | 300.000 kr. |
Hringrásarsafnið - Second location in 101 | 1.000.000 kr. |
Vefútvarpið DRIF í turninum á Lækjartorgi | 400.000 kr. |
Barokkveisla nýja ársins 2024 | 100.000 kr. |
Vegglistaverk í undirgöngin við Grettisgötu 73 | 300.000 kr. |
Götubitahátíð í Hljómskálagarðinum - 19-21 júlí 2024 | 1.000.000 kr. |
Reykjavík Fringe 2024 | 500.000 kr. |
Fimmtudagurinn langi 2024 | 1.000.000 kr. |
Sumarjazz Jómfrúarinnar 2024 | 400.000 kr. |
Fyrirbæri múltí komplex listamannarekið rými: sýningar og viðburðir 2024 | 2.000.000 kr. |
Samtals: | 12.100.000 kr. |