Úthlutun leikskólaplássa hófst 15. mars 2022

Föndurtré á leikskóla

Þann 15. mars 2022 hófst aðalinnritun vegna úthlutunar leikskólaplássa sem losna í haust þegar elstu leikskólabörnin byrja í grunnskóla og ráðið hefur verið í lausar stöður. Leikskólaplássum er alltaf úthlutað í kennitöluröð.

Fyrir 15. mars sl.  fengu foreldrar sem sótt höfðu um leikskólavist bréf þar sem upplýst var um að eftir að aðalinnritun hefst verði unnið með biðlistann eins og hann lítur út þann dag. Umsóknir sem berast eftir 15. mars sl. verða teknir fyrir síðar.  Sjá hér að neðan bréf til foreldra.

Samkvæmt reglum skóla- og frístundasviðs um leikskólaþjónustu gildir að frá og með aðalinnritunardegi leikskóla að vori, sem auglýstur er á heimasíðu skóla- og frístundasviðs, er ekki unnið úr nýjum umsóknum og flutningsumsóknum í allt að 30 daga á meðan unnið er úr fyrirliggjandi umsóknum um leikskóla eins og þær standa á aðalinnritunardegi.

Því miður láðist að setja tilkynningu um að ferlið væri að hefjast á vefinn eins og reglur um leikskólaþjónustu gera ráð fyrir. Það er því gert hér með.

Foreldrar sem ekki fengu bréf hefðu viljað leggja inn umsókn fyrir 15. mars sl., ef þeir hefðu haft upplýsingar um fyrirkomulagið, geta þeir haft samband við skóla- og frístundasvið í gegnum netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is eða í síma 4111111 innan 5 daga eða eigi síðar en 6. apríl 2022.

Tekið er fram að ferlið tekur alltaf nokkurn tíma og er enn í gangi.