Útboðsferli Reykjavíkurborgar að fullu rafrænt

Skuggahverfi séð frá hafi. Sigurður Ólafur Sigurðsson.
Skuggahverfi séð frá hafi. Ljósmynd Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Með rafrænum undirritunum innan útboðskerfis Reykjavíkurborgar geta bjóðendur nú skilað tilboðum sínum með 100% rafrænum hætti innan kerfisins. Þetta er mikilvægur þáttur í þróun rafrænna ferla hjá Reykjavíkurborg. 

Það var árið 2015 sem innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar tók upp rafrænt útboðskerfi sem uppfyllti kröfur Evrópusambandsins, fyrst opinberra aðila á Íslandi. Rafrænt útboðskerfi auðveldar fyrirtækjum að taka þátt í útboðum með því að tryggja örugg skil gagna, skilvirkari samskipti og stuðlar að aukinni nýtingu rafrænna verkferla.

Nú hefur innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar einnig innleitt rafrænar undirritanir sem hluta af útboðskerfinu, fyrst opinberra aðila á Íslandi, sem þýðir að útboðsferlið er með öllu rafrænt.

Reykjavíkurborg vill vera leiðandi í þróun rafrænna lausna í samræmi við upplýsinga- og þjónustustefnu Reykjavíkurborgar.