Út er komið fréttabréf FHU

Heilbrigðiseftirlit

Heilbrigðiseftirlit

Félag heilbrigðis- og umhverfisfulltrúa gaf út fréttabréf FHU á dögunum. Í fréttabréfinu má finna ýmislegt fróðlegt, nefna má grein um sögu heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisfulltrúa á Íslandi.

Niðurstöður úr eftirlitsverkefni um meðferð á hakki/hamborgurum á veitingastöðum í Reykjavík. Sagt er frá sundlaugaráðstefnu sem heilbrigðisfulltrúar sóttu í Bologna. Umfjöllun um nýja leikvallareglugerð sem tekur á öryggi leiksvæða barna. Eftirlit með varnarefnaleifum í matvælum og umfjöllun um matarsóun og öryggi matvæla. Eins og efni blaðsins gefur til kynna þá eru störf heilbrigðisfulltrúa fjölbreytt og varða mörg svið en heilbrigðiseftirlit hefur það megin markmið að tryggja landsmönnum heilnæm lífsskilyrði með heilnæmu og ómengaðu umhverfi sem og heilnæmu og öruggum matvælum.  Ritstjóri er Anna Jóhannsdóttir heilbrigðisfulltrúi.

Fréttabréf FHU 2023