Upplýsingar um vetrarþjónustu Reykjavíkur

Framkvæmdir Samgöngur

Vetrarþjónusta

Reykjavíkurborg hefur aukið við vetrarþjónustu sína samanborið við undanfarinn ár og felst sú breyting aðallega í betri þjónustu í húsagötum, auknu eftirliti og fleiri tækjum til afnota í vetrarþjónustu. Virkt eftirlit er með aðstæðum og er sólarhringsvöktun allan veturinn.

Markmið Reykjavíkurborgar er að veita skilvirka og hagkvæma vetrarþjónustu, sem felst í hálkueyðingu og snjóhreinsun gatnakerfis, göngu- og hjólaleiða borgarinnar til öryggis fyrir íbúa borgarinnar og hinn almenna vegfaranda.

Tæki sem Reykjavíkurborg hefur aðgang að í vetrarþjónustu á götum borgarinnar eru 51 og tæki sem sinna snjóhreinsun stíga eru 23.

Miðlunaráætlun til að bæta upplýsingagjöf um framgang vetrarþjónustu og færð í borginni til íbúa, hefur verið yfirfarin fyrir veturinn. Hægt verður að nálgast upplýsingar um framgang vetrarþjónustunnar á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

 Lesa nánar um vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar á: