Upplýsingar um sorphirðu í verkfalli

Umhverfi

""

Engin sorphirða er við heimili í Reykjavík vegna verkfalls starfsmanna en hægt er að losa sig við flokkaðan úrgang á grenndarstöðvum víðsvegar um borgina og endurvinnslustöðvum SORPU

Hægt er að losa sig við pappír og pappa, plast, gler, textíl og skilagjaldsumbúðir á grenndarstöðvum eins og alltaf.
Mikilvægt er að íbúar skilji ekki eftir poka með blönduðum úrgangi við stöðvarnar. Af því skapast óþrifnaður og hætta á að hann dreifist um nágrennið.
Á endurvinnslustöðvum SORPU má losa sig allan flokkaðan úrgang og blandað heimilissorp sé ófremdarástand að skapast í sorpgeymslum.  Greitt er fyrir blandað sorp umfram 2 rúmmetra á endurvinnslustöðvum.

Tengill:

Sjá nánar á vefsíðu SORPU:https://www.sorpa.is/

Upplýsingar á sorphirðudagatali