Ungur háskólanemi leigir þjónustuíbúð fyrir aldraða | Reykjavíkurborg

Ungur háskólanemi leigir þjónustuíbúð fyrir aldraða

fimmtudagur, 22. febrúar 2018

Sverrir Heiðar Davíðsson, 21 árs gamall nemi í hugbúnaðarverkfræði, fékk úthlutað leiguíbúð í Lönguhlíð, þjónustuíbúðum fyrir aldraða.

  • Regína Ásvaldsdóttir afhendir Sverri Heiðari lykilinn af íbúðinni í Lönguhlíð.
    Regína Ásvaldsdóttir afhendir Sverri Heiðari lykilinn af íbúðinni í Lönguhlíð.
  • Sverrir Heiðar og Regína inni í íbúðinni sem Sverrir Heiðar fékk leigða í Lönguhlíð.
    Sverrir Heiðar og Regína inni í íbúðinni sem Sverrir Heiðar fékk leigða í Lönguhlíð.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrir nokkru tilraunaverkefni um að bjóða háskólanemum að leigja tvær íbúðir í þjónustukjörnum fyrir aldraða. Framlag nemanna mun fyrst og fremst verða af félagslegum toga, fela í sér gott samneyti við íbúa og stuðla að aukinni færni þeirra í fjölbreyttum þáttum á borð við notkun samfélagsmiðla og snjalltækja eða listsköpun. 

Tuttugu umsækjendur uppfylltu skilyrði til að leigja íbúðirnar og var Sverrir Heiðar valinn úr þeirra hópi. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, afhenti honum lyklana í Lönguhlíð í gær. 

Annar háskólanemi fær svo afhenta lykla að íbúð í þjónustukjarnanum Norðurbrún 1 innan tíðar.