Reykjavíkurborg auglýsti starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í nóvember. Umsóknarfrestur var fyrst til 24. nóvember en ákvörðun var tekin um að framlengja frestinn til 8. desember.
22 sóttu um starfið en fjórir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka. Intellecta hefur umsjón með ráðningunni og hæfisnefnd hefur verið skipuð.
Umsækjendur:
Arndís Steinþórsdóttir - Skrifstofustjóri
Atli Arason - Verkefnastjóri
Fannar Karvel - Framkvæmdastjóri
Fizra Sattar - Kennari
Guðlaug Erla Gunnarsdóttir - Skólastjóri
Guðrún Björk Freysteinsdóttir - Deildarstjóri og staðgengill fagstjóra
Gunnar Þorri Þorleifsson - Kennari
Hildur Elín Vignir - Framkvæmdastjóri
Hjördís Kristinsdóttir - Framkvæmdastjóri
Joshua Fadaely-Sidhu - Rannsakandi í íþróttafræði
Jódís Skúladóttir - Fyrrverandi þingmaður
Nichole Leigh Mosty - Sérfræðingur með áherslu á verkefnastjórnun
Ólafía María Gunnarsdóttir - Deildarstjóri
Rúnar Sigríksson - Skólastjóri
Salvör Sigríður Jónsdóttir - Viðskiptalögfræðingur
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir – Skólastjóri
Steinn Jóhannsson – Rektor
Xheida Gjata - Félagsráðgjafi