Umhverfisstofnun gefur út bráðabirgðaheimildir fyrir skotsvæði

Heilbrigðiseftirlit Umhverfi

Álfsnes, Esjan og sjór

Umhverfisstofnun hefur gefið út bráðabirgðaheimildir fyrir starfsemi skotsvæða Skotfélags Reykjavíkur og Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis sem bæði eru í Álfsnesi. Heimildirnar voru gefnar út 5. september s.l. og er félögunum heimilt að hefja starfsemi frá þeim tíma. Heimildirnar gilda þar til starfsleyfi heilbrigðiseftirlits hefur verið gefið út eða lengst í fjóra mánuði, til 5. janúar 2025. 

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar. Sjá nánar hér https://ust.is/atvinnulif/opinber-birting/adrar-auglysingar-vegna-leyfisveitinga/

Bæði félög hafa sótt um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) og eru umsóknirnar í vinnslu. Tillögur að starfsleyfum verða auglýstar í fjórar vikur á vefsvæði HER þegar þær liggja fyrir og á þeim tíma má hver sem vill senda HER ábendingar og athugasemdir vegna tillagnanna.

Frekari upplýsingar um útgáfu bráðabirgðaheimildanna veitir Umhverfisstofnun ust@ust.is

Frekari upplýsingar um vinnslu starfsleyfa fyrir skotfélögin veitir heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur heilbrigdiseftirlit@reykjavik.is