Umferðarljósin á Laugavegi við Snorrabraut útskýrð

Samgöngur

Hlemmur umferð

Mynd/Rautt ljós á Laugavegi fyrir vöruafgreiðsluna og grænt á gangandi norðanmegin. 

Spurt hefur verið um umferðarljósin á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar þar sem göngugatan sem liggur frá Hlemmi endar. Þrátt fyrir að þessi hluti Laugavegar sé nú göngugata eru umferðarljósin nauðsynleg til að tryggja öruggan ferðamáta á svæðinu.

Ljósin tryggja annars vegar öryggi gangandi vegfaranda og hins vegar að vöruafgreiðsla, á þessum hluta Laugavegar, skapi ekki hættu. 

  • Rautt ljós á bílaumferð á Snorrabraut logar á sama tíma og gangandi vegfarendur þvera svæðið á grænu ljósi.
  • Bílstjórar sendiferðabifreiða sem aka inn á Snorrabraut mega ekki keyra beint út á götuna, þegar umferð á Snorrabraut er á grænu ljósi.

Öryggistími fyrir gangandi er í flestum tilvikum lengri en fyrir akandi.

Sama kerfi er notað á Strikinu í Kaupmannahöfn.