Umferðarljós á Hringbraut endurnýjuð

Arctic Images/Ragnar Th.
Umferðarljós.

Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun umferðarljósa á þrennum gatnamótum við Hringbraut, það er við Hofsvallagötu, Bræðraborgarstíg og Framnesveg.

Verið er að endurnýja gamlan umferðarljósabúnað á þessum þremur stöðum. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem yfirstandandi framkvæmdir geta haft í för með sér. Verktaki er að gera sitt besta til að halda gönguleiðum opnum á meðan framkvæmdir standa yfir. Vonast er til að framkvæmdum ljúki í nóvember.

Nánar er hægt að skoða um framkvæmdina undir afnotaleyfum í framkvæmdasjá.

 

Gatnamótin