Tveir nýir skólastjórar

Skóli og frístund

""
Jón Páll Haraldsson ráðinn skólastjóri við Laugalækjarskóla og Arndís Steinþórsdóttir ráðin skólastjóri í Háteigsskóla. 
Jón Páll Haraldsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Laugalækjarskóla. Hann hefur lokið M.Ed. gráðu í stjórnun menntastofnana frá HÍ og framhaldsnámi í stjórnunarfræði menntastofnana við sama skóla. Þá hefur hann langa starfsreynslu sem grunnskólakennari, deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri síðasta áratug í Laugalækjarskóla.

Sjö sóttu um skólastjórastöðuna í Laugalækjarskóla.
 
Arndís Steinþórsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Háteigsskóla. Hún hefur lokið MA gráðu í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst og hefur víðtæka reynslu af skólastarfi. Hún hefur starfað sem sérkennari, grunnskólakennari, deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri, síðast í Kelduskóla.

Fimmtán sóttu um skólastjórastöðuna í Háteigsskóla en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

 
Jón Páll og Arndís taka við störfum sínum 1. ágúst nk.