Tímabundin lokun á gönguleið meðfram Grófinni 1

Framkvæmdir

Framkvæmdasvæði við Tryggvagötu.

Verið er að undirbúa fyrir lagningu hitaveitu í Grófinni og mun gönguleið meðfram húsinu við Grófina 1, við gatnamót Tryggvagötu og Grófarinnar, lokast á meðan. Verktaki áætlar að byrja að grafa upp gangstéttina á þessu horni í dag mánudaginn 27. júní. Stefnt er að því að búið verði að opna þessa gönguleið aftur föstudaginn 8. júlí.

Vakin er athygli á því að gangandi geta nýtt sér tröppur sem liggja á milli Vesturgötu og Tryggvagötu til að stytta sér leið. Því miður er ekki gerlegt að setja þar ramp. Aðgengi á jafnsléttu er opið sem fyrr á milli Hafnarhússins og Borgarbókasafnsins en farið er norður fyrir framkvæmdasvæðið.

Ný hjáleiðaskilti með örvum verða sett upp á meðan á þessari tímabundinni lokun stendur.

Á meðfylgjandi ljósmyndum er hægt að sjá hvernig framkvæmdasvæðið lítur út.

 

Uppfært 1. júlí: Verktaka tókst ekki að klára að fylla undir gangstétt og opna gönguleið í dag um hornið við Grófina 1 og opnast gönguleiðin því ekki á ný fyrr en eftir helgi.