Tilnefningar til aðgengisviðurkenningar Reykjavíkurborgar 2023 óskast

Inga Margrétar Bjarnadóttir hlaut aðgengisviðurkenningu Reykjavíkur árið 2022. Myndin er frá afhendingu viðurkenningarinnar
Hópmynd af fólki við verðlaunaafhendingu í Ráðhúsi Reykjavíkur

Gott aðgengi í víðum skilningi þess hugtaks er mikilvægt mannréttindamál og undirstaða þess að fólk með fjölbreyttar aðgengisþarfir geti tekið þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli.

Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar er ætlað að gera aðgengismálum hærra undir höfði og varpa ljósi á það sem vel er gert í málaflokknum.

Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingum, hópum, félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi með fjölbreyttum hætti.

Hver á skilið að fá aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar, ert þú með hugmynd?

Sendu tilnefningu ásamt rökstuðningi á netfangið adgengi@reykjavik.is

Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 14. febrúar 2024.

 

Eftirtaldir aðilar hafa hlotið Aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar:

2022 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrir baráttu fyrir bættu aðgengi í stafrænum heimi. 

2021 Haraldur Þorleifsson fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík.

2020 Samtök hernaðarandstæðinga og Friðarhús SHA ehf. fyrir mikilvægt frumkvæði í aðgengismálum með uppsetningu á hjólastólalyftu í Friðarhúsinu.

2019 Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir fyrir gerð handbókar um algilda hönnun í útiumhverfi.

2018 Blindrafélagið fyrir fjölbreytt starf í þágu blindra og sjónskertra sem hefur stórlega bætt aðgengi hópsins að samfélaginu.